Mýrarkvísl fór í útboð í haust og nýjir leigutakar sem kenndir eru við Veiðibúðina Veiðivörur, tóku við ánni. Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal en eins og Laxá þá er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd veiddra laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Veitt er á 3 stangir í Mýrarkvísl og leyfilegt agn er fluga. Veiðileyfin hafa rokið út í ánni nú í sumar en þó eru nokkrir dagar enn lausir. Lausa daga í Mýrarkvísl er hægt að finna hér inni á veiða.is
Mýrarkvísl er rúmlega 31 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni en þess má geta að veiðileyfi í Langavatni fylgir með veiðileyfum í Mýrarkvísl.
Hér er hægt að lesa nánar um Mýrarkvísl – Hér er hægt að kíkja á nýja vefsíðu leigutaka árinnar – og hér eru lausir dagar í Mýrarkvísl.
{gallery}myrarkvisl{/gallery}