Laxá á Refasveit á upptök í Laxárdal og er alls um 22 km að lengd. Áin fellur í sjó nokkuð norðan við Blönduós. Áin er laxgeng um 15 km. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 var 132 laxar. Siðasta sumar, 2014, komu 225 laxa á land en 2013 var metár í Refasveitinn en þá komu um 475 laxar á land. 2012 komu um 200 laxar á land. Sumarið 2011 veiddist um 290 laxar í ánni. 2010 veiddust um 320 laxar og árið 2009 veiddust 340 laxar.
{gallery}refasveit{/gallery}

Stangafjöldi: Veitt er á 3 stangir.

Veiðitímabil: Júlí – Sept.   
Veiðitími: Frá 07:00 – 13:00 og seinni vaktin er frá 16:00 – 22:00.
Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.
Veiðireglur: Frá og með næsta veiðisumri, 2014, verður hverju 2ja daga holli heimilt að taka 12 laxa með sér úr ánni en eftir það má veiða og sleppa að vild. Einnig er mælst til að menn sleppi hryggnum lengri en 70 cm. Eru þetta aðgerðir til að byggja upp stofn árinnar enn frekar.
Veiðihús: Gott veiðihús er fram í dal á milli bæjanna Balaskarðs og Mánaskáar. 3 svefnherbergi, svefnloft, stofa og eldhús. – Greiða þarf þrifagjald, kr. 7.000.

Hér er góð veiðistaðalýsing frá Laxá á Refasveit.

Veiðileyfi og nánari upplýsingar: 

Umræða um Refasveitina  á torginu                                              Laus veiðileyfi – [email protected]