Bíldsfellssvæðið í Soginu er á vesturbakka Sogsins, frá útfallinu fyrir neðan Írafossstöðina og niður að Tunguánni þar sem veiði fyrir landi Torfastaða hefst.Veitt er með 3 stöngum á svæðinu og eru þær yfirleitt seldar allar saman. Seldir eru 2-3 dagar í senn. Mjög gott veiðihús er á svæðinu og þegar bókuð eru holl, þá fylgir veiðihúsið með í heildarverðinu á vefnum.
Veiði hefst 20 júní á vesturbakka Sogsins. Stangardagurinn í upphafi tímabilsins er á kr. 38.900.