Nýjustu vikutölurnar úr laxveiðiánum voru að koma út. Ágætur gangur víða og margar ár nokkuð fyrir ofan veiðitölur sama tímabils í fyrra. Ein þeirra laxveiðiáa er Sogið.

Á þessum tíma í fyrra, var Sogið komið í 102 laxa – núna er heildarveiðin í um 145 löxum. Fínar göngur eru uppí Sogið þessa dagana og komu t.d. 5 smálaxar á land seinnipartinn í gær, þegar göngur komu í gegnum neðri hlutann. Þess má geta að mikið af stórum sjóbirtingi hefur verið að veiðast í Soginu núna í Júlí sem er frábær „með afli“.

Flest svæði í Soginu eru vel bókuð í sumar en hérna má finna lausa daga í Bíldsfellinu. Bíldsfellið er ansi vel bókað fram í seinni hluta Ágúst, en þá eru nokkrir dagar lausir í kringum miðjan ágúst.

Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr Bíldsfellinu frá síðustu viku.