Svartá í Skagafirði er skemmtileg, fremur nett, urriðaá. Veitt er að hámarki á 4 stangir í ánni á degi hverjum og leyfilegt agn er fluga. Bæði er hægt að finna væna urriða í ánni en einnig að sjálfsögðu heilmikið af smærri fiskum, frá 25-38 cm löngum. Við heyrðum af einum sem kíkti í Svartá í dag. Hann byrjaði strax á að setja í 3 punda urriða á breiðunni fyrir neðan Sölvanes. Sá fiskur lét öllum illum látum þannig að „fimman“ sem hann var með átti fullt í fangi með að ráða við fiskinn. Hann náði að landa þeim flotta urriða en ákvað þá að skipta yfir í „laxastöngina“ sína og það var líklega góð ákvörðun því rétt á eftir setti hann í 5 punda urriða sem var enn trylltari en sá fyrri. Báðir fiskarnir tóku Nobbler. Hann notaði intermediate línu.

Annar hópur sem var að veiðum í Svartá fyrir skemmstu veiddi vel en þó aðallega smærri fiskinn.

Það eru lausir dagar framundan í Svartá. Stöngin kostar kr. 7.500 og er upplagt fyrir veiðimenn sem eiga leið um Skagafjörðin að kíkja í Svartá. Hún er leynir útrúlega mikið á sér. Hér má sjá lausa daga í ánni.

{gallery}svarta{/gallery}

[email protected]