Þó svo að veiðitímabilið hafi hafist formlega fyrir um 17 dögum síðan, þá er bara lítill hluti veiðimanna sem er búinn að fara í veiði nú í ár. Það er ekki fyrr en vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatn og Hlíðarvatn opna sem margir fara af stað, en Þingvallvatn opnar nú um helgina. Eins og áður hefur komið fram þá var veiðitímanum og veiðireglunum í Þjóðgarðinum breytt. Nú má hefja veiðar 20. apríl og fram til 1. júní má eingöngu veiða á Flugu og skylt verður að sleppa öllum urriða sem veiðist.

Hér eru nokkrir flottir urriðar sem komu á land í fyrra. Meðal veiðmanna eru Ríkarður Hjálmarsson, Tommi Za, Lilja Ola, Elvar Örn Friðriksson og Hrafn Ágústsson. 

{gallery}urr2{/gallery}

Veðurspáin fyrir opnunardag þjóðgarðsins segir að gera megi ráð fyrir smá snjókomu. Það mun þó ekki stoppa veiðimenn sem eflaust mun fjölmenna á Þingvelli. Fyrir veiðimenn sem ætla að reyna að setja í urriða í Þingvallavatni næstu daga er a.m.k. 2 atriði sem mikilvægt er að hafa á hreinu. Það er annarsvegar að hafa Veiðikortið 2014 meðferðis en svo er hitt að vera með réttu flugurnar fyrir urriðann. Hér er gott urriðabox fyrir Þingvelli en svo mælum við sterklega með flugunum hans Júlla í Flugukofanum. Sjá nokkrar þeirra hér að neðan.

 {gallery}julli2{/gallery}

Góða skemmtun á Þingvöllum og Gleðilega Páska.

[email protected]

Þú finnur veiðivörurnar í Veiðibúð veiða.is