Nú stendur yfir útboð á veiðirétti í Mýrarkvísl. Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Mýrarkvísl er rúmlega 31 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni og ólíkt flestum íslenskum veiðiám þá er lítið um miklar fyrirstöður fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss en í honum eru tveir miklir laxastigar.

Útboðið tekur til áranna 2013-2015 með möguleika á framlengingu. Veitt er á 3 stangir í Mýrarkvísl á 3 veiðisvæðum. Meðal breytinga er að nú verður eingöngu veitt á flugu í ánni en áður mátti veiða með maðk á svæði 2, m.a. hversu erfitt getur verið að koma flugustöng þar við. Önnur breyting er að veiðihús getur staðið leigutaka til boða, eftir samkomulagi við leigusala.

Spennandi verður að fylgjast með niðurstöðu útboðsins. M.a. í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um verðþróun veiðileyfa undanfarin ár. Skilafrestur tilboða rennur út þann 24. nóvember kl. 15:00.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Mýrarkvíslina.