Staðsetning: Vatnsá í Heiðardal er um 190 km frá Reykjavík og um 10 km frá Vík. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni og fellur í Kerlingardalsá, jökulá sem á upptök sín í Mýrdalsjökli. Lengd veiðisvæðis allt að 6 km.
Upplýsingar um veiðisvæðið: Vatnsá er lítil og viðkvæm veiðiá og þar gildir að renna hyljina áður en gengið er að þeim. Heimilt er að drepa 2 laxa hænga á stöng á dag og en þó aðeins laxa undir 68 cm, einnig er heimilt að drepa 6 silunga undir 55 cm stærð. En ávallt skal reynt að sleppa bæði sjóbirtings og laxahrygnum. Öllum laxi er sleppt í okt. Ath!
Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir.
Veiðitímabil: 25. Júlí til 10. október
Veiðitími: Frá 07:00 – 13:00 og seinni vaktin er frá 16:00 – 22:00, en eftir 1. ágúst er veitt frá 15:00 – 21:00.
Leyfilegt agn: Einungis er leyft að veiða á flugu og eru veiðimenn hvattir til að veiða á agnhaldslausar flugur, þá er óheimilt að nota kaststangir við veiðarnar.
Veiðihús: Ágætt veiðihús er við ánna.
Hér finnur þú veiðileyfi í Vatnsá
Nánari upplýsingar: Á www.skoga.is er hægt að fá allar nánari upplýsingar um Vatnsánna en einnig er hægt að senda póst á [email protected] eða í síma 660 3858 (Ásgeir).