Nú eru veiðileyfi á Borgarsvæðið á vesturbakka Hólsár komin inná veiða.is. Borgarsvæðið er afar gjöfullt veiðisvæði sem er neðarlega í vatnakerfi Rangánna. Um svæðið gengur gríðarlega mikið af laxi sem er á leið uppí Ytri og Eystri Rangá en á svæðinu stoppar einnig mikið af fiski sem er þar yfir sumarið. Á haustin veiðist einnig þar töluvert af sjóbirtingi. Veitt er á 4 stangir á Borgarsvæðinu og eru stangirnar seldar í einum pakka í 2 eða 3 daga. Leyfilegt agn er fluga frá opnun og fram til 3. sept, en eftir það má einnig veiða á maðk og spún. Hérna má sjá lausa daga á Borgarsvæðinu.