Veiðileyfi í Ytri Rangá eru nú komin inná veiða.is. Eins og flestir veiðimenn vita, þá er Ytri Rangá ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins. Meðalveiði í ánni síðustu 8 árin er rúmir 7.000 laxar. Mest veiddist 2008 þegar 14.315 laxar komu á land. Í fyrra veiddust 5.461 lax. Í sumar verður stöngum á laxasvæðinu fækkað og svæðaskiptingu breytt. Hægt er að kíkja nánar á það hérna.
Hingað inná vefinn eru m.a. komnir dagar í júní og byrjun júlí. Húsið opnar 30. júní og skyldu gisting er frá 7. júlí. Sem dæmi um verð þá kostar dagur í lok júni kr. 25.000. Veitt er þá frá morgni til kvölds. Það er upplagt fyrir veiðimenn að ná sér í dag í kringum stórstreymið 28. júní. Sjá nánar lausa daga hérna.