Veiðin í Ytri Rangá hófst þann 20. júní, fyrir um 6 dögum síðan. Upphaf vertíðarinnar hefur verið mjög rólegt, fáir fiskar komið á land enda virtist sem lítið væri gengið af laxi í ána þegar veiðin hófst. Nú er stækkandi straumur og eftir 2 daga, þann 28. júní verður formlegt stórstreymi, þó svo að dagana fyrir og eftir verði einnig ámóta stór straumur. Þetta Jónsmessu stórstreymi eru veiðimenn almennt að binda vonir við að muni skila laxi í árnar og svo virðist vera að gerast nú í Ytri Rangá, því mikið líf sást í ánni í morgun. Nokkrir laxar komu á land, aðrir voru misstir og víða sást fiskur. Spennandi verður að fylgjast með framvindunni næstu daga.

Hér má sjá hvað er laust í Ytri Rangá.

[email protected]