Nú er komið að því að við skellum fram einni tillögu að góðu veiðisumri. Við setjum saman plan fyrir sumarið sem inniheldur nokkra áhugaverða áfangastaði, bæði fyrir veiðimanninn/konuna í fjölskyldunni og fjölskylduna alla. Veiðisportið þarf ekki að vera svo dýrt, hægt er að finna góða veiði á mjög sanngjörnu verði.
Veiðkortið – Með Veiðikortið uppá vasann er hægt að byrja veiðitímabilið nánast hvenær sem er. Sum vötn eru nú þegar opin og önnur opna þegar fer að vora. Í sumar er svo hægt að kíkja, kvöld og kvöld, í þau vötn sem eru næst þér. Ef þú ert hér á suð-vestur horninu þá er upplagt fyrir þig að setja þér það markmið að kíkja eins og fimm sinnum í Þingvallavatn í sumar. Það tekur smá tíma að læra á Þingvallavatnið eins og önnur veiðisvæði. Veiðikortið kostar kr. 5.990, fyrir þá sem skráðir eru á póstlista veiða.is
Brúará – Vorið er flottur tími í Brúará. Apríl var góður mánuður í Brúará í fyrravor. Nú eru samtals 11 „rauðir“ dagar í apríl og því tilvalið að finna sér dag og tryggja sér stöng. Góður staður til að ná veiðihrollinum úr sér. Verð pr. stöng kr. 2.700.
Hlíðarvatn – Hingað skaltu reyna að komast í maí, júní eða júlí. Hlíðarvatn er skemmtilegt allt sumarið en ekki síst á vorinu og snemma á sumrin, þegar lífríkið er að vakna. Hvort sem fundin er helgi eða virkur dagur þá er hægt að gera smá ævintýri fyrir alla fjölskylduna úr veiðitúrnum. Veiðihús fylgir með hverjum seldum degi. Mætt er í húsið kl. 8 kvöldið fyrir veiðidag og heimilt er að hefja veiði þá þegar. Engin tímamörk eru á veiðinni og má því veiða langt fram á nótt, ef aðstæður leyfa. Leyfi fyrir 2 stangir fylgja hverjum bókuðum degi. Verð pr . dag kr. 10-12 þús.
Svartá í Skagafirði – Ef þú ert fluguveiðimaður, þá er þetta staðurinn fyrir þig. Hingað er upplagt að kíkja í júní eða Júlí. Svartá er fjölbreytt urriðaá þar sem bæði er veitt með Straumflugum, púpum, votflugum og þurrflugum. Á góðum dögum hefur áin verið að skila yfir 50 urriðum, þeir stærstu yfir 60cm. Verð pr. Stangardag kr. 7.500.
Mýrarkvísl – Ein fallegasta á landsins. Veitt er með 3 stöngum í Mýrarkvísl og bæði veiðist vel af urriða og laxi. Fjölbreytt og skemmtileg á. Upplagt er að skipuleggja ferð á norðurlandið þar sem Mýrarkvísl og Svartá eru heimsóttar. Stangardagurinn er á kr. 20-40 þús. Gott veiðihús fylgir í kaupunum.
Eldvatn í Meðallandi – Frábært sjóbirtingssvæði, bæði að vori, síðsumars og á haustin. Að auki er góð laxavon. Stangardagurinn frá 16.500 – 25.000.
Nú er bara að setjast niður og plana veiðisumarið. Hér inni á veiða.is er hægt að nálgast upplýsingar um miklu fleiri veiðisvæði og hægt er að senda póst á [email protected] ef óskað er aðstoðar við að plana sumarið.