Nú er farið að halla undir lok þessa veiðitímabils, þó enn sé ca mánuður eftir af veiðitímanum í flestum veiðiám. Sogið hefur verið á okkar ratar þetta sumarið en við erum að selja inn á allan vesturbakka þess. Bleikjuveiðin var frábær framan af tímabilinu, sérstaklega á Torfastaðasvæðinu. Laxveiðin hefur síðan verið framar vonum þetta sumarið og heildarveiðin í Soginu er núna komin uppí ca. 130-140 laxa.
Alviðran: Veiðin núna í ágúst mánuði hefur verið fín. Síðustu dagar hafa gefið um 10 laxa, með rólegri ástundun. Alviðrudagurinn var 17. ágúst, en þá buðu landeigendur veiðimönnum í 2-3 tíma kynningarveiði. Þennan dag komu 6 laxar á land. 3 laxar komu á land á Breiðunni og 3 laxar komu á land á veiðistaðnum Tunnan. Síðan þá hafa fleiri laxar komið á land á hinum fornfrægastað, Tunnan. Laxar eru að sjást upp í Kúagili, á Breiðunni og á Tunnunni. Lúsugir laxar veiddust í vikunni. Veiðidagurinn á Alviðrusvæðinu kostar bara kr. 52.800 og inní því verði má veiða á allt að 3 stangir. Hérna er hægt að bóka.
Bíldsfellið: Laxveiðin fór rólega af stað í Bíldsfellinu en bleikjuveiðin var frábær. Haustið er oft tíminn í Bíldsfellinu og þess má geta að dagana 18-20. ágúst komu 6 laxar á land á svæðinu. Hérna má finna lausa daga.
Torfastaðir: Bleikjuveiðin var frábært á Torfastöðum framan af sumri en róaðist í lok júlí, byrjun ágúst. Bleikjan hefur fært sig ofar á svæðið og má finna hana meira núna uppvið ármót og á Móbakka. Einnig er lax á Móbakka og í Ármótunum. Dagurinn á Torfastöðum er á kr. 28.000. Hér eru lausir dagar.
Kíkið endilega í Sogið áður en veturinn skellur á.