Veiða.is er ný vefsíða á veiðileyfamarkaðnum, rúmlega hálfs árs gömul. Fyrir utan það að vera umseljendi veiðileyfa, þá kynnum við veiðisvæði og reynum að vera alhliða afþreyingarvefur fyrir veiðimenn. Undanfarin ár hefur ekki verið auðvelt að finna einn óháðann aðila, sem er sýnilegur á netinu og er með gott úrval veiðileyfa, fyrr en nú. Veiða.is hefur það m.a. að markmiði sínu að geta boðið uppá veiðileyfi í ám, sem erfitt hefur reynst að finna upplýsingar um á netinu.

Í dag er hægt að kaupa veiðileyfi í 8 flottum ám, beint á veiða.is og mun þeim fara fjölgandi. Einnig er hægt að finna upplýsingar um hvar veiðileyfi er að finna á um 40 önnur veiðisvæði.

En um hvaða veiðiár er að ræða:

  • Búðardalsá – 2ja stanga á sem er með um 3 laxa á meðaltali á stöng pr. dag síðustu 4 árin. Inná veiða.is eru síðustu 4 lausu hollin í ánni í sumar.
  • Fljótaá – 4ja stanga laxveiðiá sem er einnig með frábæra bleikjuveiði, ca. 2.000 bleikjur að meðaltali. Inná veiða.is er nokkrar lausar stangir á flottum tíma, í ágúst og september.
  • Hofsá – 7 stanga laxveiðiá sem vel þekkt í heimi laxveiðimanna. Fornfræg veiðiá sem þekkt er fyrir sína stóru laxa. Inná veiða.is eru nokkrar lausar stangir, bæði í byrjun júlí og um miðjan ágúst á flottum tíma.
  • Jökla – 6 stanga veiðisvæði sem samanstendur af nokkrum veiðiám. Veiðin hefur vaxið mikið síðustu ár og þykir veiðisvæðið einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt og erfitt er að finna laxveiði á betra verði. Inná veiða.is er góðir dagar um miðjan júlí og nokkrir dagar í lok veiðitímans í september.
  • Laxá á Ásum, ósasvæðið – 2ja stanga silungasvæði sem nú í fyrsta skipti er veitt með skipulögðum hætti á stöng. Veiðitímabilið er til 20. júní. Inná veiða.is er úrval daga frá maí til júní.
  • Laxa á Refasveit – 2ja til 3ja stanga veiðiá. Bæði er veitt á flugu og maðk. Inná veiða.is eru síðustu 3 hollin í Refasveitina þetta sumarið, öll í september. En á þeim tíma er veitt á 2 stangir.
  • Mýrarkvísl – Ein af hliðarám Laxá í Aðaldal. Veitt er á 3 stangir. Áin er laxveiðiá en einnig veiðist töluvert af urriða. Umhverfi Mýrarkvíslar er stórbrotið. Inná veiða.is eru nokkrar lausar stangir í júlí og september.
  • Vatnamótin – 5 stanga veiðisvæði í sjóbirting. Svæðið er eitt gjöfulasta veiðisvæði landsins. Aðallega veiðist sjóbirtingur en einnig veiðist lax og bleikja. Inná veiða.is er síðustu 5 hollin í Vatnamótunum í sumar.

Eins og áður sagði mun veiðisvæðunum fjölga á næstunni sem munu selja beint í gegnum veiða.is. Ef þú hefur spurning eða vilt aðstoð við að finna veiðileyfi á öðrum svæðum en hér eru nefnd, þá er hægt að senda póst á [email protected]