Veiði hefst í Hlíðarvatni við Selvog á fimmtudaginn 1. maí. Um helgina komu félagar í Veiðifélögunum við vatnið saman í sínum veiðihúsum til að undirbúa sumarið. Hreinsa þeir við vatnið og undirbúa húsin fyrir komu fyrstu veiðimannanna. Ef tími gefst, kíkja þeir síðan aðeins með veiðistöng niður að vatni. Árbliksfélagar komu sumar í Árblikshúsinu og gerðu klárt. Hann Rafnar Hér á myndinni kíkti niður að vatni í blíðviðrinu í gær og náði 3 flottum bleikjum á veiðistaðnum Fóellutjörn, sem er rétt við Árblikshúsið. Bleikjan var mjög sýnileg við vatnið í gær, var í æti í yfirborðinu enda lífríkið við vatnið komið á fullt.
Hér má finna lausa daga í Hlíðarvatni í sumar. Leyfin eru á 12-14. þúsund sólarhringurinn. Innifalið er veiðileyfi fyrir 2 stangir + húsið.