M.a. vegna nýrra Covid reglna þá verður veiðiskipulag í Ytri Rangá, frá 14. sept, með töluvert breyttu sniði frá undanförnum árum. Frá morgni 14. september og út tímabilið, þá verða seldir heilir dagar þar sem veitt er frá 8 að morgni til kl. 20 að kvöldi.

  • Skipting á 3ja tíma fresti svo farið er yfir alla ána á 1 degi.
  • Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
  • Veiðitíminn er frá 8:00 – 20:00
  • Dregið um svæði kl. 7:45
  • Engin þjónusta í húsi, gisting ekki í boði.
  • Verð veiðileyfa er kr. 65.000 fyrir daginn frá 14-17. september. Frá 18-30. september er verðið kr. 45.000 og í október er verðið kr. 35.000.

Hérna má finna lausa daga í Ytri Rangá í haust.