Veiðin í Þverá í Fljótshlíð hefur verið vaxandi eins og yfirleitt er með ána, þegar líður á sumarið. Tíminn frá því seint í júlí og fram í miðjan september er yfirleitt besti tíminn í ánni. Nú er veiðin komin í um 300 laxa og síðustu holl hafa verið með frá ca. 20 löxum uppí um 35 laxa á 4 stangir í 2 daga. Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk í Þverá.

Framundan eru nokkir lausir dagar í Þverá: Einn dagur, 26-27. ágúst. 2 dagar, 31. ág – 2. september og síðan 2 dagar, 6-8. september. Seldar eru 4 stangir saman í pakka. Hérna má sjá upplýsingar um verð og laus holl í lok sept og í október.