Veiðin hefst í Hlíðarvatni í Selvogi þann 1. maí. Vatnið er eitt vinsælasta veiðisvæði fluguveiðimanna en það er staðsett rétt vestan við Þorlákshöfn. Fimm veiðifélög fara með veiðirétt í vatninu og er að hámarki 14 leyfi seld í vatnið, dag hvern. Hérna á veiða.is seljum við veiðileyfi fyrir 2 þessara félaga, Stangaveiðifélagið Árblik og fyrir Fluguveiðifélagið Ármenn. Með veiðileyfum sem seld eru í vatnið fylgir afnotaréttur af veiðihúsi viðkomandi félags við vatnið.
Stangaveiðifélagið Árblik fer með veiðirétt 2ja stanga við vatnið og eru þær 2 stangir ávallt seldar saman í pakka. Veiðimenn bóka staka daga, einn eða fleiri og mega þeir koma í veiðhúsið, kvöldið fyrir keyptan veiðidag. Hérna má finna lausa daga hjá Árbliki í sumar.
Fluguveiðifélagið Ármenn fara með veiðirétt 3ja stanga í Hlíðarvatni. Stangirnar eru hægt að bóka stakar, eða allar saman í pakka. Veiðimenn bóka staka daga, einn eða fleiri og mega koma í veiðihúsið, kvöldið fyrir keyptan veiðidag. Hérna má finna lausar stangir og daga hjá Ármönnum í sumar.