Við heyrðu frá veiðimanni, Guðlaugi Jónassyni, sem stóð vaktina í 3 tíma í dag á Hrauni í Ölfusi. Þegar hann var á staðnum, ásamt félaga sínum, þá var að falla að. Það var töluvert líf hjá þeim félögum og náðu þeir samtals 6 flottum sjóbirtingum. Stærsti var nálægt 4 pundum. Þegar kíkt var inní einn fiskinn þá kom í ljós töluvert af sandsíli og veit það á gott fyrir veiðina á Hrauni í sumar. Ef sandsílið er að ná sér á strik við suðurströndina, .á veit það einnig á gott fyrir fuglalífið á svæðinu.

Hérna má finna veiðileyfi á Hraunið – stöngin er á kr. 2.500 dagurinn.

Hér eru myndir af aflanum.