Urriðavæðin í Laxa í Aðaldal hafa svo sannarlega slegið í gegn og vakið verðskuldaða athygli veiðimanna á síðustu misserum. Svæðin sem eru efst í Laxánni, geyma mikið af fiski og er meðal vikt hans er mjög góð. Dagleyfi eru seld inná hvert þessar svæða, yfirleitt 1-3 stangir að hámarki inná hvert svæði. Verð á stöngin á dag er yfirleitt kr. 15.000. Helstu svæðin eru m.a. Presthvammur, Syðra Fjall og Staðartorfa.

Ekkert veiðihús ert tengt þessum svæðum og veiðimenn því ekki skikkaðir til að kaupa gistingu þegar bókað er á þessi svæði. Í sumar eiga veiðimenn hinsvegar kost á því að bóka gistingu á Gistiheimilinu Brekku, sem er steinsnar frá ánni, á Sértilboði.

Verð fyrir Veiðileyfi + gistingu í 2ja manna herbergi, er kr. 20.000

Gist er í herbergi með eldunaraðstöðu. Uppábúið og þrif að sjálfsögðu inni falið í verðinu.

Þetta tilboð er frábær kostur fyrir veiðimenn sem vilja komast í topp urriðaveiði og njóta einnig góðrar gistingar á kosta kjörum.

Sendið okkur póst fyrir frekari upplýsingar.