Nú er veiðitímabilinu formlega lokið og veiðitölur að koma eða komnar í ljós úr flestum ám og vötnum. Eitt þeirra veiðisvæða sem er í sölu hér á veiða.is er Hlíðarvatn í Selvogi. Veiðin fór vel af stað í maí og var góð næstum allt tímabilið, fram í byrjun september. Búið er að fá staðfestar tölur frá flestum veiðifélögum sem starfa við vatnið og ljóst er að skráðar bleikjur voru vel yfir 3.000 líklega um 3.400. Einnig komu nokkrir sjóbirtingar á land og þá var einn lax skráður.

Veiðin var skv. þessu 3x og jafnvel 4x betri en undanfarin ár, en þó verður að líta til þess að ástundun veiðimanna í sumar, var betri en undanfarin sumur. Við hér á veiða.is munum geta staðfest bókanir fyrir næsta tímabil fljótlega eftir áramót, eftir að skráningatíma veiðimanna í veiðifélagi Árbliks líkur.