Veiði hófst í Hlíðarvatni 1. maí. Opnunardagurinn var frábær og flestir dagar frá opnun hafa einnig gefið mjög vel. Við heyrðum frá veiðimönnum sem voru við vatnið í morgun og í gærkvöldi. Vor í lofti og golan nokkuð hlý, hiti á milli °6 og 8C. Þegar við heyrðum frá þeim höfðu þeir landað 15 fínum bleikjum, sú lengsta var 52 cm löng. Bleikjan var að taka ýmsar klassískar hlíðarvatnspúpur. Sjá myndir hér að neðan frá morgninum. Myndir: Þorsteinn J.

Hér á vefnum má finna leyfi fyrir Ármenn og Árblik. Lítið er laust ná næstu dögum, en töluvert þegar kemur inní sumarið. Sjá hér.