Efri Haukadalsá er komin í sölu hér á vefnum. Efri Haukdalsá er nett bleikju og laxveiðiá, sem rennur í Haukadalsvatn – en neðri Haukadalsá rennur úr því vatni. Veitt er á 2 stangir í Efri Haukadalsá og eru þær ávallt seldar saman, í 2 eða 3 daga í senn. Verð veiðileyfa er mjög sanngjarnt en dagstöngin er frá 16.500 – 21.850. Gott hús fylgir með leyfunum og er gistirými fyrir allt að 8 manns.

Hérna má lesa nánar um Efri Haukadalsá og hvaða dagar eru lausir í sumar.

 

Efri Haukadalsá spannar 11 kílómetra veiðisvæði, frá Hlaupagljúfrum að Haukadalsvatni. Haukadalsá er í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Svæðið er mjög fjölbreytt, allt frá lygnum bökkum og í stórgrýtt gljúfur sem ber að varast þegar börn eru með í ferð. Aðgengi er frekar gott um svæðið og almennt lítið labb. Áin var ein af betri sjóbleikju ám landsins en bleikjuveiði hefur hnignað undanfarin ár og laxgengd aukist að sama skapi. Veiðihúsið að Snasagili fylgir öllum veiðileyfum og seldar eru tvær stangir saman í pakka. Allt að 8 manns geta sofið í húsinu og því fylgir rafmagnspottur. Töluvert líf getur verið í ósnum á ánni og þar ættu flestir að geta orðið varir við fisk. Sjóbleikja og lax gengur svo uppí ána og ná þær göngur hámarki sínu um mánaðarmótin júlí/ágúst. Skyldu slepping er á öllum laxi og leigutakar í samvinnu við veiðifélagið hófu sumar 2020 10 ára fiskræktar átak til að stuðla að aukinni fiskgengd fyrir komandi kynslóðir veiðimanna.