Veiðin þetta tímabilið, hefst í Hlíðarvatni í Selvogi nú á Miðvikudaginn. Vatnið er eitt vinsælasta veiðisvæði fluguveiðimanna á Suðurlandi. Fimm veiðifélög fara með veiðirétt í vatninu og er að hámarki 14 leyfi seld í vatnið, dag hvern. Hérna á veiða.is seljum við veiðileyfi fyrir 2 þessara félaga, Stangaveiðifélagið Árblik og fyrir Fluguveiðifélagið Ármenn. Veiðileyfi veiðifélagsins Ármanna eru ný í sölu hér á vefnum. Hérna má finna veiðileyfi í Hlíðarvatn í Selvogi.  Með veiðileyfum í vatnið fylgir afnotaréttur af veiðihúsum félagana við vatnið.

Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið góð undanfarin ár þó alltaf séu töluverðar sveiflur í bæði veiði og ástundun. Veiðin hefur verið frá ca. 800 skráðum bleikjum og uppí rúmlega 3.000, á undanförnum árum.

Við munum fylgjast náið með þegar Veiðin fer af stað núna á miðvikudaginn en nokkur hlýindi eru í kortunum sem ætti ekki að skemma fyrir veiðimöguleikum fyrstu daga tímabilsins.

Hlíðarvatn í Selvogi er eitt gjöful­asta vatn til bleikjuveiða á land­inu. Vatnið er 332 hektarar að flatarmáli eða 3,3 ferkíló­metrar. Það er fremur grunnt og meðald­ýpi þess er um 2,9 metrar. Mesta d­ýpi er fimm metrar samkvæmt mælingum í apríl 1964. Afrennsli úr vatninu er Vogs­ó­s en ekkert sjáanlegt yfirborðs vatn rennur í vatnið. Af rúmmáli vatnsins og afrennsli má ráða að það end­urnýjar sig á tæpum 39 só­larhringum. Hlíðarvatn er í eigu Strand­ar­kirkju en kirkjan á jarðirnar fjó­rar sem umlykja vatnið. Strandarkirkja í Selvogi er víðfræg vegna þess hve árangursríkt það þykir að heita á hana. Margar þjóðsögur eru til úr Selvogi og gera þær, ásamt hrjóstrugri og tilkomumikilli náttúru, dvöl við Hlíðarvatn áhrifaríka og ánægjulega.
Umhverfi Hlíðarvatns er mikilfenglegt, náttúrufegurð mikil og fjölbreyttni fugla og dýralífs áberandi. Algeng stærð bleikju í Hlíðarvatni er 5-700gr. Iðulega veiðast þó bleikjur sem eru 1-2 kg og á hverju sumri sjást nokkrar um eða yfir 3 kg.
Hlíðarvatn í Selvogi er á milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur. Hlíðarvatn er ca. 50 km frá höfuðborgarsvæðinu ef ekið er um Krýsuvík en um 60 km ef ekið er um Þrengsli. Veiðitímabilið nær frá 1. mai til 30. september.