Veiðitímabilið í Hlíðarvatni í Selvogi hófst þann 1. maí. Ágætis kropp var fyrstu 2 dagana, en stíf austan átt gerði veiðimönnum erfitt fyrir. Síðustu daga hefur hitastigið yfir daginn, farið yfir °10 gráður og það hefur kveikt vel á lífríki vatnsins.

Við heilsuðum uppá veiðimenn við vatnið í gær, föstudag. Austan strekkingar var við vatnið en það mátti sjá smábleikju í æti í yfirborðinu og veiðimenn voru að setja í fisk víða við vatnið, þó Skollapollarnir virtust vera einn besti staðurinn – bæði var bleikjan á svæðinu og auðvelt að kasta með vindinum. Skollapollarnir gáfu 15-20 bleikjur í gær og var bleikjan að taka Krókinn, Peacock og Pheasant tail.

Við heyrðum jafnframt af mönnum sem voru í Árblikshúsinu á fimmtudaginn – þeir náðu um 30 bleikjum.

Mynd: 2 bleikjur úr Skollapollum frá því 5. maí.

Fyrsti veiðitúr hvers árs hjá mörgum veiðimönnum, er þegar þeir kíkja í Hlíðarvatn í Selvogi í maí eða byrjun júní. Vatnið er yfirleitt uppselt þessa mánuði en meira laust síðsumars.

Hérna má finna lausa daga í vatnið