Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið góð heilt yfir í sumar. Hitinn hefur samt áhrif á sum svæði við vatnið, sérstaklega þau grynnri, þar sem bleikjan leitar yfirleitt í kaldara vatn. Í Hlíðarvatni er heimilt að veiða bæði á flugu og spún/spinner – við höfum séð á veiðibókum að spinnerinn hefur gefið vel fyrir suma veiðimenn og er um að gera að prófa hann, þegar Veiðin er treg á fluguna.

Í lok vertíðar þá er heildarveiðin dregin saman í eina tölu úr veiðibókum þeirra félaga sem fara með veiðirétt í vatninu. Við hvetjum alla veiðimenn til að skrá aflann skilmerkilega.

Hérna má finna lausa daga í Hlíðarvatni við Selvog nú í Ágúst og í September.