//Hvolsá og Staðarhólsá – Bókanir fyrir 2019 eru hafnar

Hvolsá og Staðarhólsá – Bókanir fyrir 2019 eru hafnar

Veiðin í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar var góð en rúmlega 320 laxar voru færðir til bókar og rúmlega 200 bleikjur. Eins og oft er, þá má reikna með að eitthvað af laxi hafi ekki endaði í veiðibókinni.

Nú höfum við byrjað að taka við bókunum fyrir næsta ár. Við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur póst á info@veida.is.

Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk í Hvolsá og Staðarhólsá. Leyfilegt er að veiða á 4 stangir. Aðgangur að mjög góðu veiðihúsi fylgir leyfum í Hvolsá og Staðarhólsá.

2018-10-18T13:48:07+00:0018. október 2018|Fréttir|