//Fremri Laxá – Laus holl á frábærum tíma í sumar
  • Fremri Laxá

Fremri Laxá – Laus holl á frábærum tíma í sumar

Fremri Laxá er klárlega ein albesta urriðaá landsins en ár hvert veiðast 3-5.000 urriðar í ánni. Þó margir urriðanna séu að stærðinni 1-2 pund, þá veiðast fjölmargir stærri urriðar í ánni. Á hverju ári veiðast fiskar um og yfir 60 cm sem myndu vikta ca. 5-6 pund. Veitt er á flugu í Fremri Laxá og hefur þessi frábæra á verið góður og skemmtilegur skóli fyrir marga sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði. Mikið „action“ er oft við ána, margar tökur, mörgum fiskum landað og margir misstir. Þegar kemur inní júlí, þá gengur lax uppí ána og yfir sumarið þá veiðast að jafnaði 20-40 laxar.

Við eigum nokkur laus holl í Fremri Laxá í sumar, mörg hver á frábærum tíma í ánni.  Hérna má sjá lausa daga og verð.

Með veiðileyfunum fylgir gamla veiðihúsið við ána en einnig er hægt að leigja mjög gott ný-uppgert hús sem stendur steinsnar frá ánni.
Kíkið endilega á lausu hollin í Fremri Laxá.

2019-01-19T21:19:55+00:0019. janúar 2019|Fréttir|