Laxveiðitímabilið er hafið og ágætur stígandi hefur verið í veiðinni undanfarna daga. Á næstu dögum opna svo fjölmargar laxveiðiár og spennandi verður að fylgjast með því. Núna í júní þá eigum við laus leyfi í nokkur holl og staka daga.. Hér að neðan er smá yfirlit yfir það.
- Blanda I – Við eigum lausar 2 stangir í hollinu 15-18. júní og eru þær á úrvalsverði. Sjá hér – Einnig er mögulega 1 stöng laus í hollinu 20-24. júní.
- Norðurá I – Eigum örfáar stangir lausar í hollin 15-18. júní, 18-21. júní og 21-24. júní – þessar stangir eru á tilboðsverði. Sjá hér.
Svo eru einnig lausar stangir í
- Eystri Rangá – 1 stöng laus 22. júní. Sjá hér.
- Syðri Brú – þrír lausir dagar í lok júní. Sjá hér.
- Gufuá – lausar stangir, stakir dagar, í lok júní. Sjá hér.
- Ytri Rangá – Stök vakt laus 30. júní. Svo er 1 stöng laus 1. júlí. Sjá hér.
Hérna má svo sjá listann yfir öll laxveiðisvæðin sem eru í sölu.
 
			
					 
													 
				 
				 
				 
				 
				