Allir fluguveiðimenn þekkja það og vita að góður grunnur í kasttækni getur haft mikil áhrif á það hvaða ánægju menn hafa af því að standa út við Á eða vatn. Aðstæður á Íslandi geta verið annsi ólíkar innan sama dags. Hyljir geta verið misstórir, fiskurinn getur legið við hinn bakkann og ekki síst, vindur getur haft mikil áhrif á flugukastið, sérstaklega ef veiðimaðurinn hefur ekki réttu tæknina til að takast á við þær aðstæður.

Nú nálgast veiðitímabilið óðfluga, tæplega 80 dagar eru þar til það hefst. Hluti af undirbúningi fyrir sumarið er að kíkja á kastkennslumyndbönd á netinu en það sem betra er, er að fara sjálfur á kastnámskeið. Á kastnámskeiðum færðu gott tækifæri til að læra grunninn að góðu kasti eða til að slípa einhverja tiltekna tækni sem þú vilt verða betri í.

Einn þeirra sem heldur kastnámskeið þessa dagana er Börkur Smári Kristinsson. Hér á vefnum hjá okkur má finna nokkur kennslumyndbönd sem hann hefur gert en vöntun hefur verið í gegnum tíðina á góðum íslenskum kastkennslumyndböndum. En hérna eru þau komin.

Eins og fyrr segir eru námskeiðin hjá Berki í fullum gangi. Hægt er að velja „grunnnámskeið“ eða „Framhaldsnámskeið„, allt eftir því hvað hentar mönnum. Á framhaldsnámskeiðum er m.a. kennd tækni til að auka kastvegalengdina með því að „skjóta“ línunni út en einnig er kennsla í að kasta í Vindi og svo er tæknin á bak við veltikastið kennd.

Það er um að gera að skella sér á námskeið eða kíkja á myndböndin. Það þekkja það allir sem reynt hafa, að miklu skemmtilegra er að vera fluguveiðimaður þegar flugan fer þangað sem maður vill að hún fari ;-).

[email protected]