Veiðifélag Straumfjarðarár og SVFR birtu í gær sameiginlega yfirlýsingu þar sem sammælst var um að slíta samstarfi félaganna sem hófst með undirritun leigusamnings árið 2017. Því er ljóst að SVFR mun ekki sjá um sölu veiðileyfa fyrir komandi veiðitímabil. Á næstu dögum mun væntalega koma í ljós hvort Veiðifélag Straumfjarðarár kjósi að að fara í annað opið útboð, semji beint við nýjan leigutaka eða leiti annara leiða við sölu veiðileyfa fyrir komandi tímabil.

Nokkrar hræringar eru búnar að vera á veiðileyfamarkaðnum síðustu vikur, sem er eðlilegt eftir þau áföll sem dunið hafa yfir síðustu mánuði og þeirrar óvissu sem ríkir fyrir komandi misseri vegna Covid19 og niðursveiflu í hagkerfum heimsins.