Veiðin í Ytri Rangá síðustu 2-3 árin hefur ekki verið eftir væntingum og hafa veiðimenn verið hugsi yfir því, ekki síst þegar á sama tíma hefur veiðin í Eystri Rangá aukist mikið. Í góðu viðtali/grein í morgunblaðinu kemur kannski fram skýring á lélegri heimtum en þar má lesa að uppúr 2017 var farið að standa öðruvísi að sleppingum en áður hafði verið gert. Þær breytingar eru taldar hafa haft þessi áhrif.

Á liðnu vori/sumri var hinsvegar snúið til baka til fyrri aðferða sem eru að miklu leyti þær sömu og hafa verið viðhafðar í Eystri ánni síðustu árin. Sjaldan hefur jafn mörgum seiðum verið sleppt og í sumar og vegna þess og að nú telja sérfræðingar að „rétt“ hafi verið staðið að sleppingum í sumar, þá reikna menn með mjög góðri veiði í Ytri Rangá næsta sumar – tíminn mun leiða í ljós hvort það reynist rétt.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að bóka leyfi í Ytri Rangá næsta sumar, má benda á að senda póst á info@veida.is

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið úr Mogganum.