Eins og undanfarin ár, þá mun Veiða.is sjá um sölu á veiðileyfum í Svartá í Skagafirði fyrir Svartárdeild Veiðifélags Skagafjarðar.
Búið er að opna fyrir sölu veiðileyfa í Svartá en Svartá er mjög góð 4ra stanga urriðaá en veiðisvæðið er rétt um 20 km langt. Eina leyfilega agnið er Fluga. Síðustu árin hefur verið markvisst unnið að uppbygging Svartár og hefur liður í þeirri uppbyggingu verið að öllum urriða sem veiðist, er sleppt aftur. Urriðanum hefur fjölgað mikið og nú veiðist árlega töluvert af urriðum á bilinu 60 til +70 cm löngum ásamt fjölda af smærri fiskum.

Ekkert veiðihús er við Svartá en á bökkum árinnar má finna nokkur góð gistihús sem taka vel á móti veiðimönnum.

Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá ánni, frá síðustu sumrum.

Verð veiðileyfa verður kr. 13.000 sumarið 2020