Þverá í Haukadal er 13 km löng laxveiðiá sem rennur í Haukadalsá rétt fyrir neðan veiðihús Haukunnar, í veiðistaðinn Blóta. Veiðin er oft frábær í þessari fallegu á en hún hefur notið þess að hafa ekki mikið verið stunduð. Hægt er að keyra upp Þverárdalinn en við enda vegarslóðans tekur við ganga niður í dalinn og með fram ánni allri. Fagur dalurinn er alveg óbyggður og umhverfi hans er ósnortið. Nokkuð mikið er af vænum laxi í ánni en meðalþyngd afla síðustu árin er mun hærri en í Haukadalsánni. Veitt er á 2 stangir.
Ath að eingöngu er veitt og sleppt í Þverá og leyfilegt agn er Fluga.
Þverá er tilvalin fyrir þá sem njóta þess að veiða í Á sem er lítið stunduð, m.a. vegna aðgengis, en geymir fallega hylji sem vænir laxar eiga heimkynni í.
Nánari upplýsingar
Staðsetning: Vesturland, ca. 150 km frá Reykjavík og 7 km frá Búðardal.
Veiðisvæðið: Áin er 13 km löng. Hægt er að keyra upp Þverárdalinn en við enda vegarslóðans tekur við ganga niður í dalinn og með fram ánni allri. Fagur dalurinn er alveg óbyggður og umhverfi hans er ósnortið.
Veiðitímabil: Júní til september
Daglegur veiðitími: Frá kl. 7 – 13 og seinni vaktin frá 16 – 22. Um miðjan ágúst er seinni vaktin veidd frá 15 – 21.
Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir.
Leyfilegt agn: Fluga.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt.
Veiðihús:
{gallery}thvera{/gallery}