/Þverá og Affallið – flott opnun

Þverá og Affallið – flott opnun

Í dag, 1. júlí, hófst veiðitímabilið í Þverá í Fljótshlíð og í Affallinu. Veiðin fór mjög vel af stað og er tölvert af fiski mættur í árnar. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum. Flestir voru „2ja ára“ en þó voru einnig smálaxar með í bland, sem er óvenjulegt fyrir Þverá svona snemma á tímabilinu.

Affallið fór einnig vel af stað, en 4 laxar veiddust á fyrstu vaktinni og þar af einn smálax.

Hérna má finna laus veiðileyfi í bæði Þverá og Affallið í sumar og haust.

2019-07-01T17:54:03+00:001. júlí 2019|Óflokkað|