Veiðin í Ytri Rangá hófst 20 júní með 19 laxa degi. Eftir flottan opnunardag, róaðist yfir veiðinni. Síðustu daga hafa veiðimenn síðan verið að sjá sterkari göngur uppí ána og lúsugir laxar verið að veiðast. Laxinn hefur verið á töluverðri ferð upp ána, ekki stoppað mikið í Djúpósnum. Rangarflúðirnar hafa verið mjög sterkar og einnig Ægisíðufoss, Klöppin og Neðra-Horn er einnig að gefa fiska. Í gær veiddust fyrstu fiskarnir á Hellisey og Tjarnarbreiðu og einnig eru að veiðast fiskar á Gunnugilsbreiðu.

Veiðimenn sem áttu fossasvæðið, svæði 2, eftir hvíldina í gær, gerðu flotta veiði þegar stór ganga kom inná svæðið. Settu þeir í hátt í 10 fiska á um 2 tímum, náðu 3 þeirra en grannar tökur og stórir fiskar leiddu til þess að þeir misstu fleiri en þeir náðu á land. Þeir sem komu á land voru 76 cm og 82 cm hrygna og 90 cm hængur – lúsugir fiskar. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim félögum.

Við vorum að fá í fangið forfallastangir frá erlendum veiðimönnum. 1 stöng 1., 2. og fh 3. júlí. Þessi stöng selst í stökum dögum, og stakri vakt. Stangardagurinn er á kr. 50.000 – þessa daga er hröð rótering í Ytri Rangá. Á einum degi fara menn yfir alla ána.

Svo voru að losna 2 stangir 16-19. júlí. Hægt að taka staka stöng þessa daga, eða jafnvel hluta af þessum dögum, sjá hér.