//Bjarnarfjarðará – Veiðileyfin komin á vefinn

Bjarnarfjarðará – Veiðileyfin komin á vefinn

Nú vorum við að setja inná vefinn, valda daga í Bjarnarfjarðará á ströndum. Bjarnafjarðará er sjóbleikjuá í Bjarnarfirði á Ströndum um 35 km akstur frá Hólmavík. Veiðisvæðið er um 7 km með 25 merktum veiðistöðum. Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði. Bjarnafjarðará er eftirsótt sjóbleikjuá og þar veiðast stundum laxar. Veitt er á fjórar stangir í neðri hluta árinnar sem hér er í sölu. Veiðisvæðið nær frá ósi upp að ármótum Goðdalsár og Sunndalsár. Efsti veiðistaður svæðisins er Berghylur og er öll veiði bönnuð ofan hans í Goðdalsá (tilheyrir öðru veiðisvæði.)

KAUPA VEIÐILEYFI Í BJARNARFJARÐARÁ
2019-01-24T12:19:13+00:0024. janúar 2019|Fréttir|