Blanda IV hefur á undanförnum árum slegið í gegn, bæði meðal íslenskra og erlendra veiðimanna. Svæðið er gríðarlega fallegt og geymir fjölbreytta hylji sem oft eru teppalagðir af laxi. Síðustu 2 ár hafa verið erfið á svæðinu en í sumar mun 2015/2016 árgangurinn skila sér í ána, og sá árgangur var stór. Við eigum því von á góðu veiðisumri í Blöndu.

Seldar eru 3 stangir saman í pakka, í 1-3 daga í senn. Veiðimenn geta dvalið í góðu sjálfsmennsku húsi, stutt frá veiðisvæðinu. Blanda 4 er paradís fyrir 3-6 manna veiðihópa sem geta verið útaf fyrir sig, vel útúr alfaraleið. Gott aðgengi er að hluta af veiðisvæinu, en góðan hluta þess þurfa veiðimenn að fara um á tveimur jafnfljótum.

Nokkur holl eru laus í sumar og tölvert í haust. Stangardagurinn á Blöndu IV er frá kr. 40.000. Meðal lausra daga er:
30/6 – 2. júlí
4-6. júlí
11-14. júlí
14-16. júlí
24-25. ágúst
25-27. ágúst.

Hérna er hægt að sjá lausa daga og verð á hverju holli.