//Brennan og Straumar í Borgarfirði

Brennan og Straumar í Borgarfirði

Straumar og Brennan í Borgarfirði eru 2 af vinsælli og betri laxveiðisvæðunum á vesturlandi. Á venjulegu sumri fer gríðarlega mikið af fiski um svæðin, bæði lax og birtingur. Veitt er með 2 og 3 stöngum á svæðunum og leyfilegt agn er fluga í júní og júlí en í ágúst bætist spúnninn við. Fín veiðihús fylgja leyfunum á þessum svæðum.

Nú eru laus veiðileyfi á bæði þessi svæði, fyrir sumarið 2019, komin hingað inná vefinn í sölu. Hérna má finna lausa daga í Brennunni og hérna má finna lausa daga í Straumunum.

Fyrir nánari Upplýsingar, þá má einnig senda tölvupóst á info@veida.is

2019-01-09T13:09:16+00:009. janúar 2019|Fréttir|