//Flott urriðaveiði í Ytri Rangá

Flott urriðaveiði í Ytri Rangá

Veiðin er hafin í Ytri Rangá. Eins og margir veiðimenn vita, þá geymir Ytri Rangá töluvert af staðbundum stórum urriðum en einnig er hún mjög góð sjóbirtingsá. Þegar líður á sumarið, þá er það ekki bara lax sem tekur fluguna hjá veiðimönnum heldur einnig sjóbirtingur sem getur orðið mjög stór í ánni.

Veiðitímabilið hófst í gær, 1. apríl og þá voru fyrstu köstin tekin í Ytri Rangá þetta veiðitímabilið. Yfir 20 fiskum var landað og var sá stærsti 85 cm langur eða rétt um 8,5 kg, viktaður í háfnum. Flestir fiskana komu á land á neðra svæðinu, fyrir neðan Ægissíðufoss og niður í Djúpós.

Hérna eru nokkrir af fiskunum sem komu á land, og var sleppt aftur.

2019-04-02T14:09:07+00:002. apríl 2019|Fréttir|