Mýrarkvisl er ekki eingöngu flott laxveiðiá, heldur býr í ánni fjöldinn allur af urriðum, bæði stórir og smáir. Veiðin hófst í Myrarkvisl í gær en ennþá er töluvert vetrarrík við ána. Fyrsti veiðidagurinn gaf flotta veiði og komu nokkrir vænir urriðar á land, auk nokkurra smærri. Á vorin veiðist oft vel af vænum urriða í Myrarkvisl. Ennþá er efri helmingur árinnar að mestu undir ís, en neðri helmingurinn var að hreinsa sig yfir í gær.

Urriðinn sem fylgir þessari frétt, tók hitch á veiðistað nr 15. –  hinn urriðinn, sem  er á myndinni að neðan, tóka púpu á veiðstað nr 2.