Veiðin hófst í dag í Brunná/Sandá fyrir norðan. Veðurskilyrði voru nokkuð góð þegar veiðimenn mættu á svæðið, undir hádegi. Hægviðri og þurrt, þó snjór væri yfir öllu. Veiðin á þessu svæðið hefur verið mjög góð í apríl og maí síðustu ár en mikið af stórum fiski safnast fyrir á þessu svæði á vorin.

Matthías Þór Hákonarson og félagar voru við veiðar á svæðinu í dag og í lok dags höfðu þeir landað um 20 fiskum og var sá stærsti, 84 cm langur. Veiðin á þessu svæði helst oft góð langt inní maí. Hérna má finna veiðileyfi á þetta svæði.

Fyrir neðan eru nokkrir af þeim fiskum sem þeir lönduðu og slepptu aftur.