Veiðitímabilið í Hlíðarvatni við Selvog hófst þann 1. maí. Strax á fyrsta degi var Veiðin mjög góð og hefur haldist þannig meira eða minna allan tíman, þó svo að veður hafi stundum áfram á ástundun veiðimanna.

Við heyrðum frá veiðimanni sem var að hefja veiðar nú í kvöld á vegum Árbliks. Var hann snöggur að landa 3 bleikjum og setja í fleiri, strax á fyrsta klukkutímanum.  Hann sá einnig að þeir veiðimenn sem voru við veiðar fyrr í dag, gekk vel. Lönduðu um 10 bleikjum og voru nokkrar þeirra í kringum 2 kg, vel fyrir 50 cm langar.

Ekkert er laust í Hlíðarvatni í maí, en ennþá eru örfáir dagar lausir í júní og svo má benda á lausa helgidaga í Júlí. Í Hlíðarvatni er Leyfilegt að veiða á flugu og spún.

Sjá lausa daga í Hlíðarvatni hérna.