Heiðarvatn í nágrenni við Vík í Myrdal er eitt albesta veiðivatn landsins. Í vatninu má finna mikið magn urriða og bleikju og svo veiðist mjög vel af sjóbirtingi, bæði í maí og inní júní og svo aftur þegar fer að hausta. Vatnið er yfirleitt Veitt af einum veiðihóp í einu, takmarkanir eru á fjölda stanga sem leyfðar eru í vatnið á hverjum tíma. Leyfilegt agn er fluga og spónn.

Fyrsti veiðidagur sumarsins í Heiðarvatni var 1. maí. Vatnið kemur mjög vel undan vetri og var mikið líf fyrstu veiðidaga tímabilsins í vatninu. Fyrsti veiðidagurinn var mjög góður og kom fjöldi fiska á land en stærstu fiskarnir voru sjóbirtingar, tæplega 80 cm langir.

Heiðarvatn er mjög vel bókað í sumar en nú voru þrír dagar í maí, 17/18/19. Veiðimönnum stendur til boða að nýta húsið sem stendur við Vatnsá, í um 5 mínútna göngufæri frá vatninu. Hafið samband ef þið hafið áhuga á dögunum í maí.