Fossá í Þjórsárdal er fantagóð síðsumars laxveiðiá. Hennar tími er að hefjast núna. Veiðimaður sem leit við í Fossá í dag áttu fínan eftirmiðdag. Í fosshylnum náði hann í pattaralega hrygnu, 78 cm langa og síðan tók einn nettur sjobirtingur fluguna hans að auki.

Fossá er undir meðallagi í vatni, en þó er nokkuð af laxi í ánni, m.a. í fosshylnum og niður í ármótum. Einhver væta verður næstu daga og svo er heilmikil rigning í kortunum, strax eftir næstu helgi. Um leið og eykst í ánni, má telja líklegt að laxinn leiti uppúr Þjórsánni og uppí Fossá.

Hérna má finna lausa daga í Fossá.

Meðfylgjandi er mynd af hrygnunni sem kom á land í dag.