Laxveiðin hefur ekki verið auðveld í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar, sérstaklega af sökum þurrka. Töluvert af laxi er þó á svæðinu. Í heildina eru komnir hátt í 50 laxar á land en síðasta holl landaði 7 löxum. Hvolsá og Staðarhólsá eru ekki bara laxveiðiár, heldur veiðist ansi drúgt af bleikju á svæðinu. Í sumar eru veiðimenn búnir að skrá um 300 bleikjur í veiðibókina sem er frábær veiði. Við heyrðum frá veiðimönnum sem voru í ánni sem sögðu að sumir hyljir væru fullir af bleikju. Nú rignir smá í dölunum sem gæti gefið veiðinni á svæðinu smá „boozt“, en töluvert er enn af laxi niður í lóninu og í ósnum. Hérna á myndinni má sjá 84 cm lax sem Þröstur Leó náði í Staðarhólsá nú á dögunum.