Veiðin í Ytri Rangá  hefur verið góð síðustu daga. Lúsugir fiskar eru að veiðast uppá nánast hvern einasta dag og stór sjóbirtingsganga kom inná neðra svæðið fyrr í vikunni. Síðasta vika gaf 217 laxa og einn stærsti dagur ágústmánaðar var í fyrradag, þegar 44 löxum var landað á svæði Ytri Rangár. Í vikunni hafa hátt í 20 sjóbirtingar komið á land, frá ca. 50 – 90 cm langir.

Erlendur veiðimaður sem er við veiðar núna í ánni hefur sett í hvern stórfiskinn á fætur öðrum. Hann landaði stærsta laxi sumarsins í Ytri, í dag á Rangarflúðunum en hann var 104 cm langur. Reyndar var honum landað lengst niður í eystri kvíslinni, eftir að hafa tekið á rás þangað niður eftir stuttu eftir að sett var í hann. Veiðimaðurinn þurfti, ásamt leiðsögumanninum, að vaða yfir vestari kvíslina til að fylgja stórlaxinum eftir. Þessi sami erlendi veiðimaður landaði síðan einnig 90 cm sjóbirting í Línustrengnum fyrr í dag og að auki 97 cm laxi í gær. Glæsilegir fiskar.

Í lok mánaðarins og eftir 9. September, þá eru nokkrar stangir lausar í Ytri Rangá. Hérna má sjá þær. Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á info@veida.is – sumar af þessum stöngum eru forfallastangir og fast á aðeins betra verði.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af stórlöxum síðasta sólarhrings í Ytri Rangá.