Fremri Laxá er ein albesta urriðaá landsins og á hverju sumri veiðast amk. 3.000-5.000 urriðar ásamt nokkrum tugum laxa. Veiðin í sumar hefur verið mjög góð og margir vænir urriðar komið á land, í bland við þá smærri.  Við Fremri Laxá hafa margir fluguveiðimenn og konur, stigið sín fyrstu skref og veitt sína fyrstu fiska. Við eigum örfá holl laus í sumar, eitt í lok júlí, eitt í ágúst og 3 holl í September.

Hollið 31. júlí – 3. ágúst er laust – hægt er að bóka 1 dag, 2 daga eða alla 3 saman. Sendið póst á [email protected] fyrir frekari Upplýsingar.

Hollið 15-17. ágúst er laust. Sjá hér.

Hollin 9-11., 11-13. og 13-15. sept eru laus. Sjá hér.