Galtalækur er góð 2ja stanga urriðaá sem rennur saman við Ytri Rangá vel fyrir ofan laxasvæði Ytri. Oft veiðist vel í Galtalæk en veiðisvæðið er viðkvæmt og því mikilvægt að nálgast það með gætni. Í Galtalæk má finna mjög stóra urriða og einnig að sjálfsögðu marga smærri. Öllum urriða skal sleppt aftur og handleika skal fiskinn af gætni og varast að snerta með berum höndum.

Hrafn H Hauksson og félagi hans kíktu í Galtalæk síðast liðinn miðvikudag. Þeir stoppuðu í nokkra tíma, í misgóðu veðri. Oft er ágætlega skjólgott við lækinn, þó hávaðarok sé niður með ströndinni. Þeir félagar áttu fína stund og settu í samtals 8 fiska og lönduðu þremur af þeim, þar á meðal þessum sem er hérna á myndinni.

Hérna má finna laus leyfi í Galtalæk.