Eins og flestir vita, þá er Gufuá mjög viðkvæm fyrir þurrkum og verður fljótt vatnslítil á sólríku sumri. Veiðin í Gufuá í sumar fór rólega af stað, en þó voru veiðimenn að setja í og ná löxum niðri á ósasvæðinu en Gufuá deilir ósi með Hvítá í Borgarfirði. Undanfarna daga hefur svo Veiðin svo verið að aukast í ánni og lax verið að þoka sér ofar í ánna. Nú hefur lax fundist allt uppí stað nr 10. Í gær heyrðum við að 4 laxar komu á land og um hádegisbil í dag, þá voru veiðimenn dagsins búnir að landa 3 löxum á veiðistað númer 2 og 3 og sjá miklu fleiri.

Það eru nokkrir dagar lausir í Gufuá í júlí, eins og sjá má hérna.